Var að vonast til að koma hingað

Mario Balotelli með treyju Marseille.
Mario Balotelli með treyju Marseille. AFP

Ítalski sóknarmaðurinn Mario Balotelli, fyrrverandi leikmaður Manchester City og Liverpool, er genginn í raðir franska 1. deildarliðsins Marseille og er samningur hans til næstu sex mánaða að því er félagið staðfesti í dag.

Balotelli kemur til Marseille án greiðslu frá franska liðinu Nice og að því er fram kemur á Sky Itala mun hann fá 2,6 milljónir punda fyrir að spila þá 17 leiki sem Marseille á eftir að spila á tímabilinu.

„Ég hlakka til að spila með Marseille. Þetta er frábært félag og það er mikil ástríða í stuðningsmönnum þess. Ég var að vonast til að koma hingað. Ég get ekki beðið eftir því að skora mitt fyrsta mark fyrir félagið en liðið er samt það mikilvægasta. Markmið mitt er að skora mörg mörk og aðstoða liðsliðsfélaga mína,“ sagði hinn skrautlegi Balotelli eftir að hafa skrifað undir samninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert