Ronaldo slapp við bann fyrir hreðjafagn

Fagnaðarlæti Ronaldo þóttu óviðeigandi.
Fagnaðarlæti Ronaldo þóttu óviðeigandi. AFP

Cristiano Ronaldo var í dag sektaður um 20.000 evrur af UEFA fyrir fögnuð sinn er hann skoraði fyrir Juventus gegn Atlético Madríd í síðari leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í síðustu viku. 

Ronaldo fagnaði einu af þremur mörkum sínum með að grípa í klofið á sér, líkt og Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madríd, gerði í fyrri leik liðanna. Simeone var einnig sektaður fyrir fögnuð sinn. 

Juventus vann einvígið samanlagt 3:2, eftir 2:0-tap í fyrri leiknum. Ronaldo skoraði hins vegar þrennu á heimavelli og tryggði Juventus farseðilinn í átta liða úrslitin, þar sem Ajax bíður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert