Skotar fengu skell í Kasakstan

Skotar fengu stóran skell í Kasakstan.
Skotar fengu stóran skell í Kasakstan. Ljósmynd/@ScotlandNT

Kasakstan vann óvæntan 3:0-stórsigur á Skotlandi í fyrsta leik í undankeppni Evrópumóts karla í fótbolta sem fer fram víðs vegar um Evrópu á næsta ári.

Kasakstan er 67 sætum neðar en Skotland á styrkleikalista FIFA og var landsliðið aðeins að vinna sinn fimmta leik á síðustu tíu árum og sinn annan keppnisleik síðan í október 2015. 

Það tók heimamenn í Kasakstan aðeins tíu mínútur að komast í 2:0. Yuriy Pertsukh og Yan Vorogovskiy skoruðu hvor sitt markið í upphafi leiks. 

Eftir það voru Skotar ekki nálægt því að jafna metin og gulltryggðu heimamenn sér góðan sigur er Baktiyar Zaynutdinov skoraði þriðja markið strax á sjöttu mínútu seinni hálfleiks. Þjóðirnar eru í I-riðli ásamt San Marínó, Kýpur, Rússlandi og Belgíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert