McLeish entist í rúma tvo mánuði

Alex McLeish er án starfs eftir að hafa verið rekinn …
Alex McLeish er án starfs eftir að hafa verið rekinn sem þjálfari skoska landsliðsins. AFP

Alex McLeish hefur verið rekinn sem þjálfari skoska landsliðsins í knattspyrnu en það er Sky Sports sem greinir frá þessu. McLeish tók við þjálfun skoska liðsins 16. febrúar á þessu ári en liðið hefur ekki farið vel af stað í undankeppni EM 2020.

Liðið tapaði 3:0-fyrir Kazakhstan í fyrsta leik sínum í Kazakhstan og þá unnu Skotar 2:0-sigur gegn San Marínó á útivelli sem þykir ekki sannfærandi gegn slöku liði San Marínó. Skotar leika í I-riðli undankeppninnar ásamt Belgíu, Rússum, Kýpur, Kazakhstan og San Marínó.

Ekki er ennþá ljóst hver tekur við þjálfarastöðunni hjá Skotum en David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton, Manchester United og West Ham, hefur verið sterklega orðaður við stjórastöðuna, undanfarnar vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert