PSG meistari í sjötta skipti á sjö árum

PSG er Frakklandsmeistari.
PSG er Frakklandsmeistari. AFP

PSG er franskur meistari í fótbolta í sjötta skipti á sjö árum. PSG var öruggt með titilinn áður en liðið fékk Mónakó í heimsókn í dag, þar sem Lille tókst ekki að sigra Toulouse. Parísarliðið fagnaði titlinum með 3:1-sigri, þar sem Kylian Mbappé skoraði öll mörkin.

Illa gekk hjá PSG að tryggja titilinn síðustu vikur, þar sem liðið tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli í síðustu þremur leikjum, fyrir leikinn í dag. Mónakó varð meistari árið 2017, en þess fyrir utan hefur PSG orðið meistari á hverju ári síðan 2012. 

PSG er búið að vera með gríðarlega yfirburði í deildinni á leiktíðinni og er liðið búið að skora 95 mörk í 33 leikjum til þessa. PSG er einnig komið í úrslitaleik franska bikarsins þar sem Rennes bíður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert