Sverrir Ingi grískur meistari

Sverrir Ingi Ingason er grískur meistari.
Sverrir Ingi Ingason er grískur meistari. AFP

Sverrir Ingi Ingason og félagar hans í PAOK eru grískir meistarar í fótbolta. Liðið tryggði sér titilinn með 5:0-stórsigri á Levadiakos í næstsíðustu umferðinni í grísku A-deildinni í dag. 

PAOK er með fimm stiga forskot á Olympiacos, þegar einni umferð er ólokið. Eins og áður í grísku deildarkeppninni var Sverrir allan tímann á varamannabekk PAOK.

Hann kom til PAOK í janúar frá Rostov og hefur ekki fengið að spreyta sig í grísku deildinni. 

Sverrir Ingi  hefur hins vegar spilað þrjá leiki í gríska bikarnum, þar sem PAOK er komið í undanúrslit. 

Ögmundur Kristinsson stóð allan tímann á milli stanganna hjá Larissa sem vann 1:0-útisigur á AEK. Larissa er með 34 stig í níunda sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert