Jón Dagur orðinn leikmaður AGF

Jón Dagur í treyju AGF.
Jón Dagur í treyju AGF. Ljómsmynd/agf.dk

Knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið AGF. Jón Dagur kemur frá félagsins frá Fulham á Englandi, en hann lék með Vendsyssel á lánssamningi á síðustu leiktíð. 

Jón Dagur er ekki fyrsti Íslendingurinn sem mun leika með AGF því Aron Jóhannsson, Kári Árnason, Helgi Sigurðsson, Ólafur Kristjánsson og Björn Daníel Sverrisson voru allir á mála hjá danska félaginu. 

„Ég er mjög ánægður með þessi félagsskipti. AGF er stórt félag með spennandi lið. Ég tók eftir frábærum stuðningi sem liðið fékk þegar ég spilaði í deildinni og ég er spenntur. Ég spila mest á kantinum eða miðjunni. Ég legg mikið á mig og ég vil eiga þátt í mörkum," sagði Jón Dagur í samtali á heimasíðu AGF. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert