De Ligt á leið til Juventus

Matthijs de Ligt skrifar undir hjá Juventus á næstu dögum.
Matthijs de Ligt skrifar undir hjá Juventus á næstu dögum. AFP

Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt er að ganga til liðs við ítalska knattspyrnufélagið Juventus en það er Sky Sports sem greinir frá þessu. Juventus hefur nú þegar náð samkomulagi við Ajax um kaupverðið á leikmanninum sem er talið vera í kringum 60 milljónir punda.

Þá eiga Juventus og De Ligt að hafa náð saman í kvöld og því stefnir allt í að hann verði leikmaður Juventus á næstu dögum. Barcelona, Manchester United og PSG höfðu öll mikinn áhuga á þessum sterka miðverði sem hefur verið einn eftirsóttasti bitinn á leikmannamarkaðnum í sumar en hann er einungis 19 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert