Stefán að taka við Lommel

Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefán Gíslason verður næsti þjálfari belgíska B-deildarliðsins Lommel að því er fram kemur í belgíska blaðinu Het Nieuwsblad í dag.

Frá því var greint í gærkvöld að Stefán er hættur sem þjálfari Leiknis Reykjavíkur en hann tók við þjálfun liðsins í nóvember á síðasta ári.

Fram kemur í Het Nieuwsblad að Stefán verði kynntur til leiks sem nýr þjálfari Lommel í dag en hann tekur við þjálfun liðsins af Tom Van Imschoot sem er orðinn þjálfari belgíska A-deildarliðsins Genk.

Stefán, sem er 39 ára gamall, er ekki alveg ókunnugur belgíska fótboltanum en hann lék með belgíska liðinu Leuven frá 2012-14.

Stefán mun þjálfa Jonathan Hendrickx hjá Lommel en belgíski bakvörðurinn lék sinn síðasta leik með Breiðabliki á dögunum og gekk í raðir belgíska liðsins, sem var í baráttu um að halda sæti sínu í B-deildinni og tókst það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert