Arnór skoraði í fyrsta sigrinum

Arnór Sigurðsson skoraði fallegt mark.
Arnór Sigurðsson skoraði fallegt mark. AFP

CSKA Moskva vann sinn fyrsta sigur í rússnesku úrvalsdeildinni á leiktíðinni er liðið lagði Orenburg í annarri umferðinni í dag. Arnór Sigurðsson skoraði annað mark CSKA á 38. mínútu. 

Arnór var í byrjunarliðinu og kom CSKA í 2:0 með marki sínu. Markið var mjög fallegt, en Arnór rak þá endahnútinn á glæsilega sókn með viðstöðulausi skoti upp í hornið úr teignum. Arnór átti stóran þátt í uppbyggingu sóknarinnar og kláraði svo sjálfur. 

Skagamaðurinn fékk gult spjald á 80. mínútu eftir átök við Sergei Terekhov, leikmann Orenburg. Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn fyrir CKSA. CSKA Moskva er með þrjú stig eftir tvær umferðir í níunda sæti. 

Mark Arnórs má sjá hér fyrir neðan, en það kemur eftir rúmlega 42 mínútur í myndbandinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert