20 tilnefndar í kjöri á knattspyrnukonu ársins

Ada Hegerberg hlaut Gullboltann í fyrra.
Ada Hegerberg hlaut Gullboltann í fyrra. AFP

Tuttugu leikmenn hafa verið tilnefndir í kjöri á knattspyrnukonu ársins sem hlýtur Gullboltann eftirsótta en kjörinu verður lýst í París 2. desember.

Það er France Football sem stendur fyrir valinu og í kjörinu taka þátt íþróttafréttamenn úti um allan heim.

Ada Hegerberg frá Noregi, sem leikur með Evrópumeisturum Lyon, varð fyrir valinu í fyrra og hún ein þeirra sem er tilnefnd. Hin bandaríska Megan Rapinoe er sömuleiðis tilnefnd en hún var valin leikmaður ársins af Alþjóðaknattspyrnusambandinu í september en hún var fyrirliði og lykilmaðurinn í liði Bandaríkjanna sem tryggði sér heimsmeistaratitilinn í sumar.

Leikmennirnir sem eru tilnefndir:

Lucy Bronze (Lyon/England)

Ellen White (Manchester City/England)

Sam Kerr (Chicago Red Stars /Ástralía)

Nilla Fischer (VfL Wolfsburg /Svíþjóð)

Amandine Henry (Lyon/Frakkland)

Alex Morgan (Orlando Pride /Bandaríkin)

Vivianne Miedema (Arsenal/Holland)

Dzenifer Marozsan (Lyon/Þýskaland)

Pernille Harder (VfL Wolfsburg/Danmörk)

Sarah Bouhaddi (Lyon/Frakkland)

Megan Rapinoe (Reign/Bandaríkin)

Lieke Martens (Barcelona/Holland)

Sari van Veenendal (Atlético Madrid /Holland)

Wendie Renard (Lyon/Frakkland)

Rose Lavalle (Washington Spirit/Bandaríkin)

Marta (Orlando Pride/Brasilía)

Ada Hegerberg (Lyon/Noregur)

Kosovara Asslandi (Paris SG/Danmörk)

Sofia Jakobsson (Tacon/Svíþjóð)

Tobin Heath (Portland Thorns/Bandaríkin)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert