Mikael skoraði í sigri toppliðsins

Mikael Anderson í leik með U21 árs landsliðinu gegn Lúxemborg.
Mikael Anderson í leik með U21 árs landsliðinu gegn Lúxemborg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikael Anderson, leikmaður U21 árs landsliðsins í knattspyrnu, skoraði fyrra mark Midtjylland í 2:1 sigri gegn Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Randers komst yfir í leiknum á 54. mínútu en Mikael jafnaði metin fyrir sína menn fjórum mínútum síðar. Það var síðan Jens-Lys Cajuste sem innsiglaði sigur Midtjylland á 67. mínútu.

Með sigrinum náði Midtjylland fjögurra stiga forskoti á FC København í toppsæti deildarinnar. Mikael fór af velli á 80. mínútu en þetta var þriðja mark í tólf leikjum í deildinni á tímabilinu. Hann skrifaði í síðasta mánuði undir nýjan fimm ára samning við Midtjylland.

Mikael hefur spilað 13 leiki með U21 árs landsliðinu og þá hef­ur hann spilað einn leik með A-landsliðinu en hann lék fyrstu 63 mín­út­urn­ar í 6:0-sigri gegn Indó­nes­íu í vináttu­leik í janúar í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert