Spænska meistarakeppnin í Sádi-Arabíu

Lionel Messi fer til Saudi Arabíu í janúar.
Lionel Messi fer til Saudi Arabíu í janúar. AFP

Spænsk knattspyrnulið virðast ekki þrá neitt heitara en að leika knattspyrnu utan Spánar. Þekkt er að spænsk lið hafa skoðað möguleikana á að leika deildarleiki í Bandaríkjunum og nú hafa leikirnir í spænsku meistarakeppninni verið færðir í aðra heimsálfu. 

Í janúar verður leikið í spænsku meistarakeppninni í Sádi-Arabíu en þar munu keppa Barcelona, Real Madrid, Valencia og Atlético Madrid. Aukinheldur var samið um að keppnin verði í Sádi-Arabíu næstu þrjú árin. 

Næstu tvö árin þar á eftir sem samið var um verður einnig keppt yfir háveturinn. Spilað verður á King Abdullah Sports City leikvanginum in Jeddah sem tekur 62 þúsund manns. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert