Belgísku meistararnir ráku þjálfarann

Felice Mazzu.
Felice Mazzu. AFP

Belgíska meistaraliðið Genk rak í morgun Felice Mazzu úr starfi þjálfara liðsins vegna slaks árangurs þess á tímabilinu.

Genk tapaði á heimavelli fyrir Gent 2:0 á sunnudaginn og það var kornið sem fyllti mælinn hjá stjórnendum félagsins en Genk er í 9. sæti af 16 liðum í deildinni.

Mazzu tók við þjálfun Genk í sumar en liðið varð meistari á síðustu leiktíð undir stjórn Philipe Clement en hann er nú við stjórnvölinn hjá Club Brügge, sem trónir á toppi deildarinnar og er með fimm stiga forskot á Gent.

Genk situr á botni E-riðils í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en liðið er aðeins með eitt stig eftir fjóra leiki. Það tapaði fyrir Liverpool á Anfield í síðustu viku 2:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert