Efsta sætið Frakka

Frakkar fagna öðru marki Antoine Griezmann í Tirana í kvöld.
Frakkar fagna öðru marki Antoine Griezmann í Tirana í kvöld. AFP

Frakkland tryggði sér efsta sæti H-riðils okkar Íslendinga í undankeppni EM í knattspyrnu eftir 2:0-sigur gegn Albaníu á Kombëtare-vellinum í Tirana í Albaníu í kvöld. Það voru þeir Corentin Tolisso og Antoine Griezmann sem skoruðu mörk Frakka en þau komu bæði í fyrri hálfleik.

Frakkar enda í efsta sæti riðilsins með 25 stig en Tyrkir, sem unnu 2:0-sigur gegn Andorra á Þjóðarleikvanginum í Andorra, enda í öðru sætinu. Það var Enes Unai sem skoraði bæði mörk Tyrkja sem ljúka keppni með 23 stig, tveimur stigum minna en Frakkar.

Ísland lýkur keppni í þriðja sæti riðilsins með 19 stig og Albanar koma þar á eftir með 13 stig. Andorra endar í fimmta sætinu með 5 stig og Moldóva lýkur keppni í neðsta sæti riðilsins með 3 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert