Danmörk og Sviss á EM - Ísland getur mætti Írlandi

Danir eru komnir á EM eftir jafntefli á Írlandi.
Danir eru komnir á EM eftir jafntefli á Írlandi. AFP

Danmörk og Sviss tryggðu sér í kvöld sæti í lokakeppni EM karla í fótbolta sem fram fer á næsta ári. Sviss vann auðveldan 6:1-sigur á Gíbraltar og tryggði sér toppsætið í D-riðli og Dönum nægði 1:1-jafntefli á Írlandi til að ná öðru sætinu. 

Martin Braithwaite kom Dönum yfir á 73. mínútu og Matt Doherty jafnaði fyrir Íra á 85. mínútu. Írar þurftu að vinna leikinn til að tryggja sér sæti á EM, en þeir fara þess í stað í umspil og gætu eins og staðan er núna mögulega mætt Íslandi í úrslitum. 

Svisslendingar unnu auðveldan sigur í Gíbraltar.
Svisslendingar unnu auðveldan sigur í Gíbraltar. AFP

Cédric Itten skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Sviss gegn Gíbraltar og Ruben Vargas, Christian Fassnacht, Loris Benito og Granit Xhaka bættu við mörkum í seinni hálfleik auk þess sem Itten skoraði sitt annað mark. Reece Styche skoraði mark Gíbraltar er hann minnkaði muninn í 3:1. 

Ítalía hafði mikla yfirburði í J-riðli og vann alla tíu leiki sína. Ítalía valtaði yfir Armeníu á heimavelli, 9:1. Ciro Immobile og Nicoló Zainolo skoruðu tvö mörk fyrir Ítalíu og Nicoló Barella, Alessio Romagnoli, Jorginho, Riccardo Orsolini og Federico Chiesa skoruðu eitt mark hver. 

Finnar voru búnir að tryggja sér sæti í lokakeppninni en þeir töpuðu á útivelli fyrir Grikkjum. Teemu Pukki skoraði mark Finna í fyrri hálfleik en Petros Mantalos og Konstantinos Gilanopoulos svöruðu fyrir Grikki í seinni hálfleik. Lærisveinar Helga Kolviðssonar hjá Liechtenstein töpuðu á heimavelli fyrir Bosníu, 0:3, í sama riðli. 

Ítalía skoraði níu mörk gegn Armeníu.
Ítalía skoraði níu mörk gegn Armeníu. AFP

Svíþjóð vann 3:0-sigur á Færeyjum á heimavelli í F-riðli. Sebastian Anderson, Matthias Svanberg og John Guidetti skoruðu mörk Svía. Gunnar Nielsen og Brandur Olsen hjá FH spiluðu allan leikinn með Færeyingum og Valsmaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu spilaði seinni hálfleikinn. Svíþjóð hafði þegar tryggt sér sæti í lokakeppninni. 

Spánverjar unnu sannfærandi 5:0-sigur og enda með 26 stig. Gerard Moreno skoraði tvö mörk fyrir Spánverja. Í sama riðli unnu Norðmenn 2:1-útisigur á Möltu. Josh King og Alexander Sörloth skoruðu mörk Norðmanna, sem fara í umspil. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert