Enrique mættur aftur í brúna

Luis Enrique.
Luis Enrique. AFP

Spænska knattspyrnusambandið var rétt í þessu að tilkynna að Luis Enrique er tekinn við þjálfun spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu á nýjan leik, fimm mánuðum eftir að hafa látið af störfum.

Enrique ákvað að stíga til hliðar í júní vegna veikinda ungrar dóttur sinnar sem lést úr krabbameini í ágúst.

Robert Moreno, aðstoðarmaður Enrique, tók við starfinu en eftir 5:0 sigur Spánverja gegn Rúmenum í síðasta leik sínum í undankeppni EM kvaddi hann leikmenn sína og óskaði þeim góðs gengis á EM næsta sumar.

„Í dag getum við staðfest að Luis Enrique snýr aftur til starfa,“ sagði Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, á fréttamannafundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert