Gylfi með markamet ef vítin færu inn

Gylfi Þór Sigurðsson sækir að marki Andorra.
Gylfi Þór Sigurðsson sækir að marki Andorra. mbl.is/Hari

Gylfi Þór Sigurðsson er aðeins fjórum mörkum frá markameti íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eftir að hann skoraði sigurmarkið gegn Moldóvu í lokaumferð undankeppni EM í fyrrakvöld.

Gylfi hefur þar með skorað 22 mörk en þeir Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen deila metinu með 26 mörk.

Gylfi hefur verið vítaskytta Íslands og skorað átta mörk af vítapunktinum. Hins vegar hefur honum gengið illa að nýta víti síðustu misseri. Hann klikkaði fyrst á víti fyrir Ísland í sigri á Finnum 2016, næst gegn Nígeríu á HM 2018, og gegn Andorra og Moldóvu í haust.

Gylfi hefur ofan á þetta einnig klikkað á þremur vítaspyrnum fyrir Everton síðustu 14 mánuði en skorað úr þremur, samkvæmt Transfermarkt. Ef allt er tekið saman hefur hann skorað úr fjórum af síðustu tíu vítum, fyrir landslið og félagslið, á síðustu tveimur árum, eftir að hafa klikkað á tveimur af 23 fram að því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert