Liðsfélagi Alfreðs sektaður og settur í skammarkrókinn

Martin Schmidt þjálfari Augsburg.
Martin Schmidt þjálfari Augsburg. AFP

Liðsfélagi Alfreðs Finnbogasonar hjá þýska knattspyrnuliðinu Augsburg hefur verið settur í bann og sektaður af félaginu vegna ummæla sinna.

Michael Gregoritsch lét hafa eftir sér að vilji hans sé að fara frá félaginu í janúar en þessi ummæli fóru illa í forráðamenn félagsins. Honum hefur verið meinað að æfa með liðinu og tekur ekki þátt í leiknum gegn Herthu Berlín á sunnudaginn. Auk þess hefur hann verið sektaður.

„Hegðun og ummæli Michael Gregoritsch eru óásættanleg í liðsíþrótt. Hann hefur með yfirlýsingunum vakið efasemdir um hvort hann sýni félaginu hollustu. Nú hefur hann tíma næstu daga til að hugsa sinn gang,“ segir Stefan Reuter, íþróttastjóri Augsburg, á vef félagsins.

Gregoritsch, sem er 25 ára gamall austurrískur landsliðsmaður, hefur leikið sjö leiki á þessu tímabili en samningur hans við Augsburg gildir til ársins 2022.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert