Gæti verið lengi frá keppni

Diego Costa.
Diego Costa. AFP

Fátt gengur upp hjá Diego Costa á knattspyrnuvellinum með Atlético Madrid eftir að hann sneri aftur til Spánar frá Englandi. Costa glímir nú við meiðsli í hálsinum og gæti verið lengi frá. 

Costa hefur fundið fyrir verkjum í hálsinum og í efri hlutanum í bakinu. Samkvæmt AP-fréttaveitunni fór hann í myndatöku í gær sem kom ekki vel út. 

Ekki hefur hins vegar verið tekin ákvörðun um hvort hann fari í aðgerð eða hvernig aðgerð. Í versta falli gæti Costa verið frá næstu þrjá mánuðina. 

Toppbaráttan á Spáni er óvenjujöfn sem stendur og Atlético fær því gott tækifæri til þess að verða spænskur meistari en liðið er stigi á eftir risunum Barcelona og Real Madrid. Rétt eins og Sevilla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert