Lærisveinar Heimis í fínum málum

Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al-Arabi.
Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al-Arabi.

Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar hjá katarska knattspyrnuliðinu Al-Arabi gerðu í dag 1:1-jafntefli við Qatar SC í deildabikarnum. Al-Arabi er í fínum málum í riðlinum eftir úrslitin. 

Efstu fjögur liðin í sex liða riðlum fara áfram í næstu umferð og er Al-Arabi er þriðja sæti með fimm stig, tveimur stigum á eftir Al Khor og Qatar SC sem eru í tveimur efstu sætunum þegar tvær umferðir eru eftir í riðlinum. 

Birkir Bjarnason lék allan leikinn með Al-Arabi. Aron Einar Gunnarsson er enn frá vegna meiðsla, en Birkir var fenginn til Al-Arabi á samningi út árið, til að leysa landsliðsfyrirliðann af hólmi. 

Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur Al-Arabi aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum í öllum keppnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert