Þrír Íslendingar skoruðu tvennur

Aron Sigurðarson átti magnaðan leik fyrir Start.
Aron Sigurðarson átti magnaðan leik fyrir Start.

Fjölmargt íslenskt knattspyrnufólk var í eldlínunni víðsvegar um Evrópu í dag og gekk flestum afar vel. Tíu Íslendingar gátu fagnað sigri með liðum sínum. Fáir fagna sennilega meira en Gylfi Þór Sigurðsson sem lék allan leikinn með Everton í sigri á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, 3:1. 

Þrír Íslendingar skoruðu tvennu í dag. Cloé Lacasse skoraði tvö mörk fyrir SL Benfica í öruggum sigri, Aron Sigurðarson gerði slíkt hið sama í mikilvægum sigri Start í umspili um sæti í efstu deild Noregs og Árni Vilhjálmsson skoraði tvö mörk í Úkraínu. 

Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku knattspyrnufólki hjá erlendum liðum gekk í dag. 

Gylfi Þór Sigurðsson í eldlínunni gegn Chelsea í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson í eldlínunni gegn Chelsea í dag. AFP

ENGLAND

Everton - Chelsea 3:1
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton, sem er í 14. sæti með 17 stig. Liðið fór upp úr fallsæti með sigrinum. 

Tottenham - Burnley 5:0
Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Liðið er í 13. sæti með 18 stig eftir 16 leiki. 

ÞÝSKALAND

Augsburg - Mainz 2:1
Alfreð Finnbogason lék ekki með Augsburg vegna meiðsla. LIðið er í 11. sæti með 17 stig eftir 14 leiki.  

C-deild:
Kaiserslautern - Hallescher 1:0
Andri Rúnar Bjarnason var allan tímann á varamannabekk Kaiserslautern. Liðið er í 10. sæti með 25 stig eftir 18 leiki. 

Hörður Björgvin Magnússon lagði upp mark.
Hörður Björgvin Magnússon lagði upp mark. AFP

RÚSSLAND

Krasnodar - CSKA Moskva 1:1
Jón Guðni Fjóluson var allan tímann á varamannabekk Krasnodar Arnór Sigurðsson var allan tímann á bekknum hjá CSKA en Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn og lagði upp mark liðsins. Krasnodar er í 3. sæti með 34 stig og CSKA sæti neðar með 33 stig. 

PÓLLAND

Jagiellonia - Zaglebie Lubin 0:1
Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Jagiellonia, sem er í 9. sæti með 26 stig eftir 18 leiki. 

ÍTALÍA

B-deild:
Spezia - Livorno 2:0
Sveinn Aron Guðjónsson lék fyrstu 53 mínúturnar með Spezia, sem er í 12. sæti með 19 stig eftir 15 leiki. 

Cloé Lacasee raðar inn mörkunum með Benfica.
Cloé Lacasee raðar inn mörkunum með Benfica. Ljósmynd/Benfica

PORTÚGAL

SL Benfica - Ouriense 4:0
Cloé Lacasse lék allan leikinn með SL Benfica og skoraði tvö fyrstu mörk liðsins. SL Benfica er í toppsæti deildarinnar með 10 sigra eftir 10 leiki. Cloé hefur skorað 15 mörk í 10 leikjum með SL Benfica. 

Árni Vilhjálmsson raðar inn mörkunum með Kolos Kovalivka.
Árni Vilhjálmsson raðar inn mörkunum með Kolos Kovalivka.

ÚKRAÍNA

Kolos Kovalivka - Dnipro-1 4:0
Árni Vilhjálmsson lék allan leikinn með Kolos Kovalivka og skoraði tvö fyrstu mörk liðsins, sem er í 6. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 17 leiki. 

KATAR

Deildabikarinn:
Al-Arabi - Al-Duhail 2:2
Birkir Bjarnason lék fyrstu 83 mínúturnar með Al-Arabi. Aron Einar Gunnarsson er frá keppni vegna meiðsla en Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið. Liðið hefur þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum. 

Sverrir Ingi Ingason hélt hreinu með PAOK.
Sverrir Ingi Ingason hélt hreinu með PAOK. AFP

GRIKKLAND

PAOK - Xanthi 2:0
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK, sem er í toppsætinu með 31 stig eftir 13 leiki.  

UNGVERJALAND

Újpest - Kisvárda 1:0
Aron Bjarnason lék fyrstu 63 mínúturnar með Újpest, sem er í 6. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 14 leiki. 

TYRKLAND

B-deild:
Akhisarspor - Istanbulspor 4:3
Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn með Akhisarspor, sem er í 2. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 14 leiki. 

NOREGUR

Fyrri umspilsleikur um sæti í úrvalsdeild:
Start - Lilleström 2:1
Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Start, skoraði tvö og var tekinn af velli í uppbótartíma, Jóhannes Harðarson þjálfar liðið. Arnór Smárason var allan tímann á varamannabekk Lilleström. 

HOLLAND

Zwolle - AZ Alkmaar 0:3 
Albert Guðmundsson lék ekki með AZ vegna meiðsla. Liðið er í 2. sæti deildarinnar með 38 stig eftir 16 leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert