Liverpool tryggði sér toppsætið

Leikmenn Liverpool fagna í kvöld.
Leikmenn Liverpool fagna í kvöld. AFP

Liverpool er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2:0-útisigur á RB Salzburg í kvöld. Naby Keita og Mohamed Salah skoruðu mörkin með örstuttu millibili í seinni hálfleik. 

Salzburg mætti til leiks af miklum krafti og skapaði sér nokkur færi snemma leiks. Eftir því sem leið á leikinn náði Liverpool meiri völdum og Naby Keita kom Evrópumeisturunum loks yfir á 57. mínútu með skalla eftir sendingu Sadio Mané. 

Aðeins nokkrum sekúndum síðar tvöfaldaði Mo Salah forskot Liverpool með ótrúlegu marki, en hann náði að troða boltanum inn fyrir nærstöngina úr einstaklega þröngu færi. Eftir það gerðist fátt markvert og Liverpool tryggði sér toppsæti E-riðils. 

Napoli er sömuleiðis komið í 16-liða úrslit eftir sannfærandi 4:0-heimasigur á Genk, 4:0. Arkadiusz Milik skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik áður en Dries Mertens gulltryggði sigurinn í seinni hálfleik. 

Salzburg hafnar í þriðja sæti riðilsins og fer í Evrópudeildina en Genk er úr leik í Evrópukeppnum á leiktíðinni. 

RB Salzburg 0:2 Liverpool opna loka
90. mín. Mohamed Salah (Liverpool) á skot framhjá Eftir góðan sprett hjá Wijnaldum. Það eru tvær mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert