Íslendingabanar og Íslendingalið í pottinum í hádeginu

Espanyol sló Stjörnuna út í 2. umferð Evrópudeildarinnar.
Espanyol sló Stjörnuna út í 2. umferð Evrópudeildarinnar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Í hádeginu í dag, eða klukkan 12 að íslenskum tíma, verður dregið til 32ja liða úrslitanna í Evrópudeild UEFA í fótbolta og þar eru m.a. tvö lið sem léku á Íslandi í 2. umferð keppninnar síðasta sumar.

Espanyol frá Spáni sigraði Stjörnuna 4:0 og 3:1 og Ludogorets frá Búlgaríu vann Val 4:0 á heimavelli eftir að hafa náð naumlega 1:1 jafntefli á Hlíðarenda. 

Þá eru tvö Íslendingalið eftir í keppninni. Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö unnu sinn riðil og eru í efri styrkleikaflokknum. AZ Alkmaar, lið Alberts Guðmundssonar, hafnaði í öðru sæti í sínum riðli og er í neðri flokknum.

Úr riðlakeppni Evrópudeildarinnar koma 24 lið, tvö úr hverjum riðli, og nú koma átta lið úr Meistaradeidlinni yfir í Evrópudeildina, þ.e. þau átta lið sem enduðu í þriðja sæti í sínum riðlum.

Í efri styrkleikaflokki eru þau 12 lið sem unnu riðla Evrópudeildarinnar ásamt þeim fjórum liðum sem koma úr Meistaradeildinni sem eru ofar á styrkleikalista UEFA. Liðin í efri flokknum, sem fá seinni leikinn á sínum heimavelli, eru eftirtalin:

Ajax, Hollandi
Arsenal, Englandi
Basel, Sviss
Benfica, Portúgal
Braga, Portúgal
Celtic, Skotlandi
Espanyol, Spáni
Gent, Belgíu
Inter Mílanó, Ítalíu
Istanbúl Basaksehir, Tyrklandi
LASK Linz, Austurríki
Malmö, Svíþjóð
Manchester United, Englandi
Porto, Portúgal
Salzburg, Austurríki
Sevilla, Spáni

Í neðri styrkleikaflokknum eru þau tólf lið sem enduðu í 2. sæti riðlanna ásamt fjórum liðum úr Meistaradeildinni sem voru neðar á styrkleikalistanum:

APOEL Nikósía, Kýpur
AZ Alkmaar, Hollandi
Bayer Leverkusen, Þýskalandi
CFR Cluj, Rúmeníu
Club Brugge, Belgíu
FC Köbenhavn, Danmörku
Eintracht Frankfurt, Þýskalandi
Getafe, Spáni
Ludogorets, Búlgaríu
Olympiacos, Grikklandi
Rangers, Skotlandi
Roma, Ítalíu
Shakhtar Donetsk, Úkraínu
Sporting Lissabon, Portúgal
Wolfsburg, Þýskalandi
Wolves, Englandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert