Ráku eina af sínum gömlu hetjum

Mark van Bommel á hliðarlínunni í Evrópuleik með PSV í …
Mark van Bommel á hliðarlínunni í Evrópuleik með PSV í vetur. AFP

Hollenska knattspyrnufélagið PSV Eindhoven hefur rekið einn af kunnustu leikmönnum sínum frá því á árum áður en Mark van Bommel hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra félagsins.

Ekkert hefur gengið hjá PSV undanfarnar vikur og liðið aðeins unnið tvo af síðustu tólf leikjunum. Það komst ekki áfram úr riðlakeppni Evrópudeildarinnar og situr í fjórða sæti hollensku úrvalsdeildarinnar sem þykir ekkert sérstakt á þeim bænum.

Van Bommel hefur stýrt PSV undanfarna 18 mánuði en hann lék áður í átta ár með liðinu sem leikmaður, frá 1999-2005 og aftur tímabilið 2012-13 þar sem hann lauk ferli sínum sem leikmaður. Á milli spilaði hann með stórliðunum Barcelona, Bayern München og AC Milan en PSV er fyrsta félagið sem hann hefur stjórnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert