Messi og Ronaldo hetjurnar

Lionel Messi skorar sigurmark Barcelona.
Lionel Messi skorar sigurmark Barcelona. AFP

Barcelona þurfti að hafa fyrir 1:0-sigri á Granada í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti hjá liðinu undir stjórn Enrique Setién, sem tók við liðinu af Ernesto Valverde í vikunni. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Lionel Messi sigurmarkið á 76. mínútu. Barcelona er í toppsætinu með 43 stig, eins og Real Madrid, en með betri markatölu. 

Cristiano Ronaldo reyndist hetjan hjá Juventus sem vann 2:1-sigur á Parma í ítölsku A-deildinni. Ronaldo kom Juventus yfir á 43. mínútu en Andreas Conelius jafnaði á 55. mínútu. Þremur mínútum síðar skoraði Ronaldo hins vegar sigurmark Juventus. 

Ronaldo og félagar eru með 51 stig á toppi deildarinnar, fjórum stigum á undan Inter og sex á undan Lazio, sem á leik til góða. 

Cristiano Ronaldo var hetja Juventus.
Cristiano Ronaldo var hetja Juventus. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert