Berglind sló í gegn í fyrsta leik (myndskeið)

Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar sigurmarkinu vel og innilega.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar sigurmarkinu vel og innilega. Ljósmynd/@acmilan

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, byrjaði með látum hjá ítalska stórliðinu AC Milan. Berglind lék sinn fyrsta leik með liðinu gegn Roma í ítölsku A-deildinni í dag og skoraði tvö mörk, þar á meðal sigurmark á lokamínútunni. 

AC Mil­an lenti 0:2 und­ir í leikn­um en vann sæt­an 3:2 sig­ur eft­ir frá­bær­an loka­sprett. Berg­lind minnkaði mun­inn á 70. mín­útu og Ref­i­loe Jane jafnaði á 78. mín­útu. Heimaliðið nýtti tím­ann vel sem var til stefnu og Berg­lind skoraði sig­ur­markið á 89. mín­útu og sitt annað mark í frum­raun­inni með Mílanóliðinu. 

Roma er með 24 stig en Mil­an 23 stig. Ju­vent­us er efst eins og í karla­deild­inni með 34 stig og Fior­ent­ina er með 28 stig. 

Hér að neðan má sjá svipmyndir úr leiknum og bæði mörk Berglindar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert