Framlengir í Noregi

Guðmundur Andri Tryggvason í leik með U21 árs landsliði Íslands …
Guðmundur Andri Tryggvason í leik með U21 árs landsliði Íslands í september á síðasta ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Andri  Tryggvason hefur framlengt samning sinn við norska félagið Start en þetta kemur fram á Twitter-síðu félagsins. Samningur Guðmundur er til næstu þriggja ára og gildir til sumarsins 2023.

Guðmundur Andri er tvítugur að árum en hann gekk til liðs við norska félagið árið 2018 frá KR. Hann lék með Víkingum í efstu deild á láni, síðasta sumar, þar sem hann varð meðal annars bikarmeistari og var markahæsti leikmaður liðsins í deildinni með 7 mörk í sextán leikjum.

„Andri er mjög hæfileikaríkur leikmaður með X-faktor sem fáir leikmenn hafa. Hann er tæknilega góður, snöggur og óútreiknanlegur. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli að undanförnu en hann er framtíðarleikmaður fyrir okkur,“ sagði Jóhannes Harðarson, þjálfari Start, í samtali við heimasíðu félagsins en Guðmundur  Andri hefur misst af fyrstu umferðum norsku úrvalsdeildarinnar þar sem Start er í 14. sæti af 16 liðum með tvö stig eftir fimm leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert