Tvenna og tvær íslenskar stoðsendingar

Hólmbert Aron Friðjónsson fagnar í kvöld.
Hólmbert Aron Friðjónsson fagnar í kvöld. Ljósmynd/Aalesund

Íslendingar voru afar áberandi þegar Vålerenga og Aalesund skildu jöfn, 2:2, á Intility-vellinum í Ósló í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Hólmbert Aron Friðjónsson kom Aalesund yfir á 34. mínútu með glæsilegu skallamarki eftir fyrirgjöf Davíðs Kristjáns Ólafssonar frá vinstri. Hólmbert var aftur á ferðinni á 46. mínútu er hann nýtti sér slæm mistök í vörn Vålerenga og skoraði auðvelt mark. 

Vålerenga gafst ekki upp og Benjamin Stokke minnkaði muninn á 63. mínútu með marki af stuttu færi eftir flotta fyrirgjöf Matthíasar Vilhjálmssonar. Bard Finne skoraði tveimur mínútum síðar og tryggði Vålerenga eitt stig. 

Vålerenga er í fimmta sæti deildarinnar með níu stig eftir sex leiki. Aalesund er í fimmtánda og næstneðsta sæti með þrjú stig og án sigurs eftir sex leiki. 

Mörk og stoðsendingar Íslendinganna má nálgast hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert