Segjum barnabörnum okkar frá Ísak

Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son hef­ur komið af krafti inn í lið …
Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son hef­ur komið af krafti inn í lið Norr­köp­ing Ljósmynd/Nörrköping

„Við munum segja barnabörnum okkar frá því þegar við sáum Ísak Bergmann skora sitt fyrsta mark í sænsku deildinni,“ skrifar íþróttafréttamaðurinn Robert Laul en hann lofsyngur Skagastrákinn fyrir frábæra frammistöðu sína með liði Norrköping.

Ísak Bergmann er aðeins 17 ára gamall en hefur heldur betur átt ótrúlega innkomu í sænska boltanum. Hann skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark í gær þegar Norrköping tók á móti Gautaborg en hann hefur nú skorað eitt mark og lagt upp þrjú í síðustu þremur leikjum.

„Það eru sennilega ekki komin mörg hár á bringuna hjá honum, en hann hefur nú þegar náð fullkomnum tökum á því að koma boltanum í netið,“ bætti Laul við í umfjöllun sinni um Ísak á Aftonbladet. Norr­köp­ing er komið með fimm stiga for­skot í deild­inni eft­ir sex um­ferðir en liðið er með 16 stig af 18 mögu­leg­um. Sirius er í öðru sæti með 11 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert