Skoraði tvennu í Svíþjóð

Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði tvívegis fyrir Kristianstad í dag.
Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði tvívegis fyrir Kristianstad í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Svava Rós Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu fyrir lið sitt Kristianstad þegar liðið heimsótti Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 3:3-jafntefli en Svava Rós jafnaði tvívegis metin fyrir Kristnstad í leiknum, á 18. mínútu og 38. mínútu.

Kristianstad hefur ekki byrjað tímabilið vel í Svíþjóð en þetta voru fyrstu stig liðsins á tímabilinu. Liðið er í ellefta sæti deildarinnar með 1 stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar, 8 stigum minna en topplið Linköping.

Þá lék Guðrún Arnardóttir allan leikinn með Djurgården þegar liðið tapaði 1:0 á útivelli gegn toppliði Linköping. Guðbjörg Gunnarsdóttir lék ekki með Djurgården þar sem að hún er í barneignarleyfi en Djurgården er með 1 stig í áttunda sæti deildarinnar.

Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leikinn fyrir Uppsala sem tapaði 1:0 á heimavelli fyrir Piteå en Uppsala hefur farið vel af stað í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er með 7 stig eftir fyrstu þrjá leiki sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert