Real á toppinn eftir öruggan sigur

Eden Hazard milli tveggja varnarmanna í leiknum í dag.
Eden Hazard milli tveggja varnarmanna í leiknum í dag. AFP

Real Madríd er komið í toppsæti spænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu eftir 4:1-sigur á Huesca í dag. Heimamenn skoruðu fjögur mörk.

Eden Hazard, sem hefur átt erfitt uppdráttar í spænsku höfuðborginni síðan hann var keyptur fyrir stórfé frá Chelsea á síðasta ári, kom heimamönnum yfir á 40. mínútu en þetta var hans fyrsta mark í rúmt ár. Karim Benzema bætti við marki rétt fyrir hálfleik.

Federico Valverde skoraði þriðja markið og Benzema bætti við öðru marki undir lokin eftir að David Ferreira hafði minnkað muninn fyrir gestina. Real er nú með 16 stig eftir sjö leiki, tveimur á undan Real Sociedad og Cádzi sem eru í 2. og 3. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert