Messi sá rautt í tapi Barcelona

Leikmenn Athletic Bilbao fagna sigrinum í kvöld.
Leikmenn Athletic Bilbao fagna sigrinum í kvöld. AFP

Athletic Bilbao tryggði sér í kvöld sigur í meistarabikar Spánar í fótbolta eftir 3:2-sigur á Barcelona í framlengdum úrslitaleik í Sevilla. 

Antoine Griezmann kom Barcelona yfir á 40. mínútu en aðeins tveimur mínútum síða jafnaði Óscar de Marcos og var staðan í leikhléi 1:1. 

Griezmann var aftur á ferðinni á 77. mínútu er hann kom Barcelona aftur yfir en í þetta skiptið jafnaði Asier Villalibre á 90. mínútu og tryggði Bilbao framlengingu. 

Strax á þriðju mínútu framlengingarinnar kom Inaki Williams Bilbao í 3:2 og reyndist það sigurmarkið.

Mótlætið fór illa í Lionel Messi, einn allra besta leikmann heims, því hann fékk beint rautt spjald í uppbótartíma framlengingarinnar fyrir að slá frá sér þegar boltinn var hvergi nærri. 

Messi gengur svekktur af velli eftir rauða spjaldið.
Messi gengur svekktur af velli eftir rauða spjaldið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert