Chelsea í undanúrslit í fyrsta sinn í sjö ár

Chelsea er komið í undanúrslit.
Chelsea er komið í undanúrslit. AFP

Chelsea er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í fyrsta skipti í sjö ár eftir 0:1-tap fyrir Porto í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum í kvöld. Chelsea vann fyrri leikinn 2:0 og einvígið samanlagt 2:1.

Enska liðið vissi vel fyrir leik að liðið væri í góðri stöðu og spilamennskan bar þess merki. Chelsea reyndi lítið að sækja og gæðin í liði Porto voru ekki nægilega mikil til að enska liðið þyrfti að hafa of miklar áhyggjur.

Chelsea skapaði sér lítið sem ekki neitt og sömu sögu má segja um Porto þangað til í uppbótartíma er Mehdi Taremi skoraði stórkostlegt mark úr hjólhestaspyrnu. Nær komst Porto ekki og Chelsea fagnaði þrátt fyrir eins marks tap.  

Chelsea 0:1 Porto opna loka
90. mín. Kai Havertz (Chelsea) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert