Stjóri Chelsea vonar að Real vinni Liverpool

Thomas Tuchel fórnar höndum í kvöld.
Thomas Tuchel fórnar höndum í kvöld. AFP

„Við töluðum ekki um úrslitin úr fyrri leiknum fyrir þennan leik. Við töluðum um hvað við myndum gera ef við yrðum stressaðir og það er að leggja mikið á okkur, sem við gerðum,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, í samtali við BT sports eftir 0:1-tap fyrir Porto í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 

Chelsea vann fyrri leikinn 2:0 og einvígið því samanlagt 2:1. „Leikmennirnir gátu treyst á  hvern annan sem er mikilvægt. Að komast í undanúrslit er stórt afrek.“

Tuchel vill frekar mæta Real Madrid en Liverpool í undanúrslitum. „Það er skemmtilegra að spila við lið sem er ekki frá sama landi í Evrópukeppnum. Ég mun horfa á leikinn á morgun og við sjáum til. Liverpool er sterkt á heimavelli,“ sagði Tuchel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert