Fyrsta tapið kom í átjánda leiknum

Klara Bühl með boltann í kvöld.
Klara Bühl með boltann í kvöld. Ljósmynd//FCBfrauen

Bayern München tapaði sínum fyrsta leik í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag er liðið mætti Hoffenheim á heimavelli. Urðu lokatölur 3:2, Hoffenheim í vil. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var allan tímann á varamannabekk Bayern.

Bayern byrjaði af gríðarlegum krafti því Linda Dallmann skoraði fyrsta mark leiksins eftir tæplega mínútu leik. Lea Schüller bætti við öðru marki á 13. mínútu og voru hálfleikstölur 2:0.

Hoffenheim gafst ekki upp og Tabea Wassmuth minnkaði muninn í 2:1 á 63. mínútu og tíu mínútum síðar var Katharina Naschenweng búin að jafna og Nicole Billa búin að koma Hoffenheim í 3:2, sem urðu lokatölur.

Þrátt fyrir stigin töpuðu er Bayern enn í toppsætinu með 51 stig eftir 17 sigra í 18 leikjum. Wolfsburg er í öðru sæti með 46 stig og leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert