Ofurdeild leysir engan vanda

Karl Heinz-Rummenigge er framkvæmdastjóri Bayern München og var mikill markaskorari …
Karl Heinz-Rummenigge er framkvæmdastjóri Bayern München og var mikill markaskorari fyrir félagið á árum áður. AFP

Karl-Heinz Rummeingge framkvæmdastjóri þýska knattspyrnufélagsins Bayern München, ríkjandi Evrópumeistara, segir að Bayern hafi ekki komið að neinum umræðum um evrópska ofurdeild og hún leysi engan vanda.

„FC Bayern hefur ekki tekið þátt í neinum undirbúningsviðæðum um ofurdeild. Við erum sannfærðir um að núverandi skipulag tryggi stoðirnar í fótboltanum. Félagið fagnar breytingum á Meistaradeildinni því við teljum að þær séu rétta skrefið í þróun evrópsks fótbolta,“ sagði Rummenigge í dag

„Ég tel ekki að ofurdeildin leysi fjárhagsvandræði evrópskra félaga sem stafa af kórónuveirufaraldrinum. Evrópsk félög eiga mikið frekar að vinna sameiginlega að því að rekstrarkostnaður þeirra, sérstaklega laun leikmanna og greiðslur til umboðsmanna, sé uppfærður í samræmi við tekjurnar, til þess að gera allan fótbolta í Evrópu sjálfbærari,“ sagði Rummenigge.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert