Alfreð brenndi af vítaspyrnu

Alfreð Finnbogasyni mistókst að skora í kvöld.
Alfreð Finnbogasyni mistókst að skora í kvöld. AFP

Alfreð Finnbogason var nálægt því að skora sitt fyrsta mark fyrir Augsburg í rúma sjö mánuði þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Eintracht Frankfurt í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Eintracht Frankfurt en Alfreð kom inn á sem varamaður á 65. mínútu í stöðunni 2:0.

Augsburg fékk vítaspyrnu á 74. mínútu og steig Alfreð á punktinn en brást bogalistin.

Alfreð, sem hefur verið afar óheppinn með meiðsli undanfarin tímabil, var síðast á skotskónum fyrir Augsburg 12. september síðastliðinn þegar liðið vann 7:0-sigur gegn Eintracht Celle í þýsku bikarkeppninni.

Íslenski landsliðsmaðurinn er að koma til baka eftir meiðsli en hann lék einnig rúmar 25 mínútur gegn Arminia Bielefeld á heimavelli í deildinni á laugardaginn síðasta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert