Ofurdeildin er ekki hætt

Félögin sex sem eftir eru í evrópsku ofurdeildinni í fótbolta tilkynntu eftir fundahöld seint í kvöld að þau myndu halda verkefninu áfram og endurskipuleggja það.

Félögin eru Real Madrid, Barcelona, Atlético Madrid, Juventus, AC Milan og Inter Mílanó en ensku félögin sex tilkynntu öll fyrr í kvöld að þau væru hætt við þátttöku.

Í tilkynningu frá deildinni segir:

„Evrópska ofurdeildin er sannfærð um að það þurfi að hreyfa við kyrrstöðunni sem er ríkjandi í evrópskum fótbolta.

Við leggjum fram nýja Evrópukeppni vegna þess að núverandi kerfi virkar ekki. Okkar framlag er hugsað til þess að íþróttin geti þróast og um leið útvegað tekjur og stöðugleika fyrir allan knattspyrnuheiminn, þar á meðal aðstoðað hann við að komast yfir fjárhagslega örðugleika sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Um leið myndi þetta sjá öllum þátttakendum í knattspyrnu fyrir tekjum.

Þrátt fyrir brotthvarf ensku félaganna sem tilkynnt hefur verið um, þau voru neydd til þess að taka þessar ákvarðanir vegna þrýstings sem á þau var settur, erum við sannfærðir um að okkar tillaga sé að öllu leyti í samræmi við evrópsk lög og reglur, eins og fram kom í dag þegar dómstóll veitti ofurdeildinni vernd gagnvart þriðja aðila.

Miðað við núverandi aðstæður munum við endurskoða mikilvægustu skrefin til þess að endurnýja verkefnið og höfum alltaf í huga það markmið okkar að gefa áhorfendum sem besta reynslu ásamt því að tryggja greiðslur til alls knattspyrnuheimsins.“

Ítölsku félögin þrjú eru nú helmingur þeirra sem eftir standa …
Ítölsku félögin þrjú eru nú helmingur þeirra sem eftir standa í evrópsku ofurdeildinni. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert