Takmörkuð ánægja með Meistaradeildina

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Smám saman kemur betur í ljós að knattspyrnustjórar stórliða eru ekkert allt of hrifnir af Meistaradeild Evrópu og þeim breytingum sem til stendur að gera. 

Kom þetta fram hjá Jürgen Klopp og Pep Guardiola á blaðamannafundum Liverpool og Manchester City í dag. 

Þeir eru greinilega ekkert sérstaklega ánægðir með UEFA þótt þeir séu ánægðir með að  Ofurdeildin verði ekki að veruleika á næstunni. 

Það gengur ekki að búa sífellt til fleiri keppnir í íþróttinni. Að Ofurdeildin sé ekki lengur á teikniborðinu er mjög gott en nýja Meistaradeildin er ekki frábær. UEFA sýndi mér hugmyndirnar og ég sagði þeim að mér litist ekki á. Nú á að spila tíu leiki í stað sex. Ekki veit ég hvar á að koma þeim fyrir. Eina fólkið sem aldrei er spurt eru stjórarnir, leikmennirnir og stuðningsmennirnir. Viðkvæðið er alltaf að fjölga leikjum en það er bara ekki framkvæmanlegt,“ sagði Klopp meðal annars og Guardiola veltir fyrir sér hvort til standi að fjölga dögum í almannaksárinu í 400. 

„Auðvitað mun aukið leikjaálag þýða að fleiri leikmenn meiðast. Bestu leikmennirnir ljúka gífurlega erfiðu keppnistímabili, fá sex daga frí og eru þá farnir í verkefni með landsliðum,“ sagði Guardiola. 

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert