Skrítið að skrifa fréttir með tárin í augunum

Leikmenn Danmerkur áttu eðlilega erfitt með sig þegar Christian Eriksen …
Leikmenn Danmerkur áttu eðlilega erfitt með sig þegar Christian Eriksen barðist fyrir lífi sínu á laugardaginn. AFP

Christian Eriksen, leikmaður danska karlalandsliðsins í knattspyrnu, fór í hjartastopp í leik liðsins gegn Finnlandi á EM á laugardaginn. Ég var á netvakt hjá mbl.is og kom það því í minn hlut að fylgjast með nýjustu fréttum af líðan Eriksens.

Það var skrítið að vera að skrifa fréttir um þetta óhugnanlega atvik, á stundum með tárin í augunum, á meðan Eriksen var að berjast fyrir lífi sínu. Fór hann í hjartastopp en var endurlífgaður með notkun hjartastuðtækis og hefðbundnum aðferðum; hjartahnoði og blástursaðferð.

Fjölmargir hafa þegar gert það en ég finn mig knúinn til þess að hrósa skjótum viðbrögðum allra á Parken-vellinum í Kaupmannahöfn. Simon Kjær, fyrirliði Dana, hljóp strax að Eriksen, kom honum í læsta hliðarlegu og gekk úr skugga um að hann hefði ekki gleypt tunguna.

Bakvörð Gunnars má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert