Inter vann Íslendingaliðið – Juventus tapaði

Leikmenn Inter fagna í kvöld.
Leikmenn Inter fagna í kvöld. AFP

Inter Mílanó er í þriðja sæti ítölsku A-deildarinnar í fótbolta eftir 2:0-útisigur á Venezia á Feneyjum í kvöld.

Tyrkneski landsliðsmaðurinn Hakan Calhanoglu skoraði fyrra mark Inter á 34. mínútu og Lautaro Martínez bætti við marki úr víti í uppbótartíma, en Inter er nú taplaust í síðustu níu leikjum í öllum keppnum.

Arnór Sigurðsson var allan tímann á varamannabekk Venezia á meðan Bjarki Steinn Bjarkason var ekki í leikmannahópnum. Venezia, sem er nýliði í deildinni, er í 15. sæti með 15 stig.

Stórliðið Juventus er í basli í áttunda sæti með 21 stig en liðið tapaði fyrir Atalanta á heimavelli í dag, 0:1.  Duván Zapata skoraði sigurmarkið á 28. mínútu. Atalanta er í fjórða sæti með 28 stig.

Duván Zapata skoraði sigurmark Atalanta.
Duván Zapata skoraði sigurmark Atalanta. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert