Isco búinn að finna sér nýtt lið

Isco.
Isco. AFP

Spánverjinn Isco hefur skrifað undir samning við spænska knattspyrnuliðið Sevilla. Hann kemur til Sevilla eftir níu ár hjá Real Madrid.

Samningur Isco við Real Madrid rann út í sumar en hafði þegar gefið út að hann myndi róa á önnur mið. Nú hefur Sevilla staðfest komu leikmannsins.

Isco á að baki 38 landsleiki fyrir Spán og skoraði hann í þeim 12 mörk. Þá lék hann rúmlega 350 leiki fyrir Real Madrid.

Undanfarin ár hefur hann verið að glíma við þrálát meiðsli og því ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Nái hann því hjá Sevilla er ljóst að um mikinn liðstyrk er að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert