Sigur og töp hjá Íslendingunum á Ítalíu

Guðný Árnadóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Guðný Árnadóttir í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í ítölsku knattspyrnunni í dag. 

Guðný Árnadóttir lék allan leikinn í vörn AC Milan í öruggum 4:0-útisigri á Parma í A-deildinni. Var þetta annar sigur Milan á tímabilinu sem er með 6 stig eftir fjórar umferðir.

Alexandra Jóhannsdóttir lék fyrstu rúmlega 80 mínúturnar í 2:1-tapi gegn Roma í toppslag A-deildarinnar. Fyrir leik var Fiorentina með fullt hús stiga en nú eru bæði Roma og Fiorentina með 9 stig á toppnum eftir fjórar umferðir. Sampdoria er einnig með 9 stig en á leik til góða.

Í C-deildinni karlamegin var Emil Hallfreðsson á sínum stað í byrjunarliði Virtus Verona og lék allan leikinn. Liðið tapaði 1:0 á útivelli gegn Feralpisalo en Verona hefur farið brösulega af stað. Liðið er með einungis 3 stig eftir 5 leiki og hefur ekki enn unnið leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert