Aron skoraði í tapi

Aron Einar Gunnarsson í 100. landsleik sínum fyrir Ísland.
Aron Einar Gunnarsson í 100. landsleik sínum fyrir Ísland. Ljósmynd/KSÍ

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, var á skotskónum þegar lið hans Al-Arabi mátti sætta sig við naumt tap, 2:3, fyrir Qatar SC í toppslag í úrvalsdeildinni í Katar í dag.

Heimamenn í Qatar SC voru komnir í 2:0 eftir aðeins 18 mínútna leik en Al-Arabi tókst að minnka muninn fyrir leikhlé.

Um miðjan síðari hálfleik skoraði Qatar SC þriðja mark sitt áður en Aron Einar minnkaði muninn fyrir Al-Arabi átta mínútum fyrir leikslok.

Nær komst liðið ekki og eins marks tap því niðurstaðan.

Al-Arabi er áfram í öðru sæti deildarinnar með 22 stig eftir 11 leiki, fjórum stigum á eftir toppliði Al-Duhail. Qatar SC er í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Al-Arabi en á leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert