Vissi að leiðin væri löng

Kolbeinn Birgir Finnsson í leik með 21-árs landsliðinu í úrslitakeppni …
Kolbeinn Birgir Finnsson í leik með 21-árs landsliðinu í úrslitakeppni EM árið 2021. Ljósmynd/Szilvia Micheller

„Mér fannst vera kominn tími til að skipta um lið í janúar,“ sagði knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson í samtali við Morgunblaðið. Kolbeinn skipti á dögunum úr þýska stórliðinu Borussia Dortmund og í Lyngby í Danmörku.

Kolbeinn lék aldrei keppnisleik með aðalliði Dortmund, en lék 78 deildarleiki með varaliði félagsins. Hann lék tvö heil tímabil í fjórðu efstu deild og svo eitt og hálft í þriðju efstu deild, en liðið fór upp um deild tímabilið 2020/21.

„Ég fékk leyfi frá Dortmund til að fara og ég heyrði af áhuga Lyngby snemma í janúar. Mér fannst mjög spennandi að koma til Freysa og reyna að hjálpa liðinu að halda sér í efstu deild,“ sagði Kolbeinn.

Viðtalið við Kolbein má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert