Erik Hamrén rekinn

Erik Hamrén hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara danska knattspyrnufélagsins AaB eftir hálft ár í starfi.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í morgun en gengi liðsins hefur verið langt undir væntingum á tímabilinu.

AaB situr sem stendur í tólfta og neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 15 stig, einu stigi minna en Lyngby.

Hamrén, sem er 65 ára gamall, tók við liðinu síðasta haust en í febrúar bárust fréttir af því að mikil óánægja ríkti á meðal leikmanna AaB með störf Hamréns.

Hamrén stýrði AaB á árunum 2004 til 2008 og gerði liðið meðal annars að Danmerkurmeistara árið 2008.

Sænski þjálfarinn er Íslend­ing­um að góðu kunn­ur en hann stýrði ís­lenska karla­landsliðinu á ár­un­um 2018-2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert