Bayern staðfestir komu Tuchels

Thomas Tuchel er tekinn við Bayern München.
Thomas Tuchel er tekinn við Bayern München. AFP/Susana Vera

Þýska stórveldið Bayern München er búið að staðfesta brottrekstur Julian Nagelsmann og komu Thomas Tuchel sem nýs knattspyrnustjóra félagsins. 

Í tilkynningu sem félagið birti fyrir stuttur segir að ásamt Nagelsmann hafi aðstoðarmenn hans, Dino Toppmöller, Benjamin Glück og Xavier Zembrod einnig verið látnir fara. 

Tuchel kemur í stað Nagelsmann og er með samning hjá félaginu til sumarsins 2025. Fyrsta æfing Tuchels hjá Bayern verður á mánudaginn kemur. 

Tuchel stýrði síðast Chelsea og vann Meistaradeildina með félaginu árið 2021. Hann var hinsvegar rekinn frá Lundúnafélaginu í september á síðasta ári vegna slæmar samskipta hans og Todd Boehly, eiganda Chelsea. 

Ásamt Chelsea hefur Tuchel einnig stýrt París SG, Dortmund, Mainz og B-liði Augsburg. 

Bayern er sem stendur í öðru sæti þýsku 1. deildarinnar með 52 stig, stigi frá Dortmund sem er á toppnum. Ásamt því er Bayern komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar og mætir þar Manchester City í apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert