Conte með of miklar kröfur

Antonio Conte.
Antonio Conte. AFP/Adrian Dennis

Það gæti reynst knattspyrnustjóranum Antonio Conte erfitt að finna sér nýtt starf í heimalandi sínu Ítalíu.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en Conte, sem er 53 ára gamall, lét af störfum sem stjóri Tottenham um nýliðna helgi.

Hann er sagður vilja taka við félagi í ítölsku A-deildinni á nýjan leik en hann hefur meðal annars stýrt Atalanta, Juventus og Inter Mílanó á Ítalíu.

Sky Sports greinir frá því að Conte sé með háar launakröfur og því gæti það reynst erfitt fyrir hann að finna sér félag þar í landi enda peningarnir ekki þeir sömu og á Englandi.

Þá vill Conte hafa ákveðna týpur í leikmannahópum sínum, leikmenn sem kosta oftast háar fjárhæðir, og því gæti það einnig reynst hindrun fyrir hann að byggja upp leikmannahópa í heimalandinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert