Jafnt gegn Mexíkó í fyrsta mótsleik Heimis

Diego Cocca, þjálfari Mexíkó, og Heimir Hallgrímsson, þjálfari Jamaíku, þakka …
Diego Cocca, þjálfari Mexíkó, og Heimir Hallgrímsson, þjálfari Jamaíku, þakka hvorum öðrum fyrir leikinn að honum loknum í nótt. AFP/Pedro Pardo

Jamaíka, undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, gerði jafntefli við Mexíkó, 2:2, þegar liðin áttust við í lokaumferð riðils 1 í A-deild Þjóðadeildar Mið- og Norður-Ameríku í knattspyrnu karla í nótt.

Jamaíka þurfti á sigri að halda til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar á meðan jafntefli nægði Mexíkó til þess að tryggja sætið.

Bobby Decordova-Reid, leikmaður Fulham í ensku úrvalsdeildinni, kom gestunum í Jamaíka í forystu eftir einungis sjö mínútna leik.

Orbelín Pineda jafnaði hins vegar metin fyrir Mexíkó tíu mínútum síðar.

Édson Álvarez, miðjumaður Ajax, kom Jamaíka yfir að nýju eftir rúmlega hálftíma leik þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Skömmu fyrir leikhlé jafnaði Hirving Lozano, sóknarmaður Napoli, metin að nýju fyrir Mexíkó.

Ekkert var skorað í síðari hálfleik og því fer Mexíkó upp úr riðlinum og í undanúrslitin á meðan Jamaíka situr eftir.

Um fyrsta mótsleik jamaíska liðsins var að ræða undir stjórn Heimis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert